Tuesday, December 14, 2004
Kominn tími á smá update. Ekki að ég hafi gert svo mikið, er búinn að vera að vinna eins og skepna (verður að búa til peninga svo maður geti keypt meira í SAABinn). Ég fór allavegana upp í Bílasmið og keypti hljóðeinangurn og teppi eins og ég sagði hér að neðan. Þau áttu víst ekki nema eina gerð af svörtu teppi, en það lítur ágætlega út og á ábyggilega eftir að sóma sér vel á gólfi 99unnar. Ég byrjaði að leggja hljóðeinangrunina strax um kvöldið eftir að ég keypti góssið, enda erfitt að halda aftur af sér þegar maður er með eitthvað svona nýtt og spennandi í höndunum. Það var nokkru erfiðara en ég hafði ímyndað mér. Aðalega reyndar sökum þess hvað ég var með slappan dúkahníf. Gekk svo mikið betur daginn eftir þegar ég var kominn með ný blöð í hnífinn. Rosalega er samt gaman að setja svona nýja hluti í SAABinn og sjá hann byrja að skríða saman. Skemmtileg tilbreyting frá því að vera alltaf að rífa og tæta. Þarf svo að kaupa kapla til að leggja í gólfið, ætla nefninlega að hafa rafgeyminn aftur í skott í 99unni líkt og í GLE. Svo þarf ég líka að kaupa bensínslöngu fyrir bensínið frá bensínþrýstingsstillinum. Ég er því strand með framkvæmdir inni í bílnum þar til ég get keypt það sem uppá vantar. Spurning um að koma við í Stillingu á leiðinni heim? :)
Subscribe to:
Posts (Atom)