Friday, August 27, 2004

Operation: Nýar bremsur, part III

Búinn hægrameginn. Hættur í kvöld. Gokart í rigningunni í fyrramálið og svo að rífa kúplingu úr 9000 spyrnuSAABinum. Á sunnudaginn er svo planið að skipta um bremsurnar bílstjóramegin. En nú er ég hættur í kvöld.

Operation: Nýjar bermsur, part II

Þetta er erfiðara en ég hélt. Eftir mikið streð er ég loksins búinn að ná bremsunum úr 99unni, hægramegin að framan. Spindilkúluboltarnir komu mér mikið á óvart og runnu úr eins og þeir hafi verið að bíða eftir því að losna. Sama má segja um róna (rónna?) á stýrisendanum. Stýrisendinn sjálfur var aftur á móti grjótfastur, og það sama má segja um handbremsubarkann. Hann sat pikkfastur þar sem hann kemur í gegnum bremsurnar. Þurfti mikið að berja og sprauta WD-40 og hita með bútan loga áður en mér tókst að berja þetta úr. Nú er bara eftir að tylla 90 bremsunum í 99una og öfugt. Ég þarf svo að versla nýjar spindilkúlur, stýrisenda og bremsuslöngur áður en ég geng endanlega frá þessu. Já og líka öxulhosur. Best að skipta um þær fyrst maður er með þetta allt í sundur á annað borð.

Operation: Nýjar bremsur

Í dag á að nota góða veðrið til að skipta um bremsur. Er búinn að rífa þær úr partaSAABinum hægramegin að framan. PartaSAABinn er SAAB 90 sem við Birkir keyptum um daginn. Hann er þessi í miðjunni, á flottu þriggjaarmafelgunum (sem voru einmitt ein af ástæðunum fyrir því að við keyptum hann á annaðborð).

Nú er að fara að taka gömlu bremsurnar úr 99unni og setja 90 bremsurnar í. Svo verð ég að setja 99 bremsurnar í partaSAABinn svo að hægt verði að draga hann í burtu. Eina sem ég er soldið hræddur um er að allir boltarnir í 99unni séu fastir. Enda er hún svo lítið ekin að það eru allar líkur til að þetta hafi aldrei verið tekið í sundur.

Saturday, August 07, 2004

ég var að átta mig á því að sennilega á fíni B mótorinn minn eftir að fara að pissleka olíu þegar ég verð búinn að koma honum í gang. Sbr. mótorinn hans Birkis. Pakkdósir eiga það víst til að harðna og verða lélegar með tímanum, og alveg sérstaklega séu þær látnar standa langtímum saman. 13 ár er langur tími, jafnvel þó vélin hafi verið sett í gang öðru hvoru. Það er því kominn tími til að ég taki endanlega ákvörðun um hvernig vél ég ætla að hafa í henni. Úrvalið er eftirfarandi:

Taka upp B mótorinn.
8 ventla H mótor í (með K-Jetronic innspítingu eða MegaSquirt)
8 ventla túrbó H mótor
16 ventla mótor (10,1:1)
16 ventla túrbó mótor (9:1)
16 ventla 10,1:1 túrbó mótor með MegaSquirt

Fyrir alla mótorana nema B mótorinn þarf að gera lítilsháttar breytingu á eldveggnum til að koma vatnsdælunni fyrir. Hafandi séð Nóna og Birki að verki með slípirokkinn og logsuðuvélina þá hef ég engar áhyggjur af því. Einnig væri að sumu leiti gaman að hafa orginal vélina í henni (ég verð að fara að finna nafn á 99una, endilega komið með tillögur).

8 ventla H mótor með mekanísku innspítingunni, væri mjög auðveld skipti og myndi passa beint undir vélahlífina þegar búið væri að gera vatnsdælu breytinguna (reyndar gæti ég líka keypt rafmagnsvatnsdælu og losnað þar með við að breyta eldveggnum, en þá þyrfti að koma henni fyrir og ég efast um að það myndi líta jafn vel út og að halda í orginal vatnsdæluna). Þetta yrði ca. 20 hestafla aukning.

8 ventla túrbó. Ég á enga svoleiðis, auk þess sem ég ef ég færi að fara túrbó leiðina þá kæmi ekkert nema 16 ventla til greina.

16 ventla án túrbínu. Lang sparneytnasta vélin. Ca. 30 hestafla aukning, auk þess sem hægt væri að hafa hana mjög fyrirferða litla með því að setja á hana MegaSquirt (eða aðra innspítingu með MAP skynjara). Snyrtileg lausn og góð aflaukning og bensínsparnaður að auki (ekki það að það skipti miklu máli fyrir svona fornSAAB). Gallarnir eru aftur á mót þeir, að þá þarf að redda soggreinum úr 16 ventla 900, eða láta smíða þær fyrir sig (ekki slæmur kostur reyndar, en sjálfsagt soldið dýr). Auk þess sem hugsanlega þyrfti að sérsmíða pústgreinar, ég veit hreinlega ekki hvernig þær passa ofan í 99 vélarúmið.

16 ventla túrbó. Ca. 80 hross fram yfir blöndungs vélina. Sömu vandamál og með 16 ventla án túrbó, og til viðbótar þarf að koma fyrir millikæli og sennilega skera meira úr boddýinu til að koma túrbínunni fyrir.

16 ventla 10:1 túrbó. Þó ég hafi aldrei keyrt svoleiðis þá held ég að ég geti fullyrt að þetta sé lang skemmtilegasta vélin. Með tog kúrfu á við meðal togara og hröðun til að flengja hvaða Imprezu sem er. Sömu vandamál og fyrir venjulegu 16 ventla túrbó vélina. Yrði að vera knúin MegaSquirt eða annari forritanlegri innspítingu. Gírkassabrjótur.

Ég ætla strax að útiloka báða orginal túrbó mótorana. Ef ég ákveð að hafa túrbínu þá yrði það 16 ventla 10,1:1 túrbó vél. Annað hvort allt eða ekkert í þeim efnum. Ef ég tek B mótorinn upp úr þá fer hann ekkert oní aftur. 15 kg þyngri en H mótorinn og svona þannig að ég held að það sé alveg ljóst að það kemur ekki til greina.

Þá stendur valið á milli þriggja mótora. Það er augljóst hver þessara mótora er mest cool, en nokkuð óljóst hversu mikið mál verður að koma honum fyrir. 8 ventla mótorinn er lang auðveldasta leiðin. Og ef ég færi að láta smíða fyrir mig soggreinar þá gæti ég alveg eins látið smíða fyrir mig pústgreinar og látið túrbínuna fylgja með. Þá eru eftir tveir.

Best að fara að skoða hversu mikið pláss er fyrir 16 vetnla túrbó í vélasalnum. Endanlegri ákvörðun frestað þar til búið er að gera frekari athuganir.

Að lokum ein mynd sem ég tók í gær.