Þá er maður loksins kominn alminnilega af stað aftur. Svo ég byrji á að halda áfram þar sem síðasta pósti lauk, þá er ég búinn leggja bensínslöngu og rafmagnskapla í gólfið á 99unni, en á eftir að leggja teppið. En nóg um það. Helgin hefur farið í að rífa 9000 vélina og þrífa og gera fínt. Þetta hefur gengið nokkuð vel, en það er þó enn nokkuð verk fyrir höndum. Það verður þó sennilega að bíða fram yfir páska að byrja að setja saman, þar sem Birkir hertekur allt vinnuplássið hjá Nóna. Að vísu hefur verið svo rífandi gangur í þessu hjá honum síðustu daga, að maður veit aldrei nema maður fari að komast að. ;)
Ég er búinn að taka slatta af myndum og ef ég ræð einhverntíman fram úr þessum vandræðum sem ég hef verið með Apache þá má búast við því að ég hendi upp flottu myndaalbúmi. Þanngað til verðið þið bara að skoða annara manna albúm, t.d. fínu 99una hans Ragnars.
Monday, March 21, 2005
Subscribe to:
Posts (Atom)