Eftir ráðleggingar frá Kidda Kidd, Corvettu manni og tannlækni með meiru ætla ég þó að byrja á að klára allt annað en lakkið. Það væri nefninlega svo leiðinlegt að reka eitthvað í 99una ný sprautaða, og sú hætta er alltaf fyrir hendi þegar maður stendur í stórri yfirhalningu. Það verður því byrjað á að koma vélinni í gang og skipta um bremsur. En ég ætla að flytja bremsurnar úr túrbó GLEinum mínum yfir í 99una og fá mér nýrri bremsurnar í GLEinn (er alveg kominn tími á að auka aðeins við bremsurnar til móts við aflaukninguna). En hversvegna ætla ég ekki að fá mér nýrri bremsurnar í 99una líka? Jú vegna þess að þeim fylgir ný gatadeiling fyrir felgurnar og ég vil halda gömlu deilingunni til að geta fengið mér Inca eða Minilite felgur ef ég rekst einhversstaðar á þær.

Inca

Minilite