Thursday, July 15, 2004

Komin heim

99 er komin í hús. Nóni og Birkir komu með mér að sækja hana áðan og dugði ekkert minna en aflmesti SAAB landsins í dráttinn. Ég smellti nokkrum myndum af henni þegar hún var kominn í hús (gleymdist að taka með myndavél þegar við fórum að sækja hana). Ætlunin er svo að vera duglegur að taka myndir af uppgerðinni. Það er svo gaman að skoða svoleiðis myndir.

Hér sést framendinn. Grillið er brotið (reyndar fylgja tvö brotin grill með), og þarf ég því að finna mér nýtt svoleiðis. Reyndar er fínt grill á 90 SAABinum sem við Birkir keyptum í parta um daginn, en það er ekki jafn flott og eldra grillið og ætla ég því að reyna að finna svoleiðis. Húddið er líka opið til hálfs þar sem festinguna fyrir það vantar líka.



Næst sjáum við svo bílstjórahurðina og vinstri hlið hennar.



Hér er svo afturhelmingurinn. JET A-1 miðinn við bensínlokið hefur einhver límt á hana þar sem hún stóð inni í flugskýli. En JET A-1 er olían sem þotuhreyflar ganga fyrir.



99an er auðvitað skoðuð, enda ekkert vit í að kaupa óskoðaða bíla.



Hún er ekkert ekin, varla búið að tilkeyra mótorinn! Enda þjappan fín á öllum sílindrum eins og sést á litla miðanum sem hefur verið stungið hjá mælinum.



Svo er hér loks ein mynd af þessu fína SAAB 99 merki sem er að finna á mælaborðinu.

2 comments:

Jon said...

Hey, þú hefur stigið á fína kappakstursbílinn til að taka eina myndina. Annars til hamingju.
En veistu hvað? Það er búið að bjóða mér bílinn sem Kristján Jóhannsson flutti inn, það er 9000 T ´88 með öllu og spoilerkitti.

Kv. Nóni

Tiny said...

Ég steig samt bara á stuðarann. Engar alvarlegar skemmdir, enda þolir hann nú töluvert meira en það.