Monday, September 27, 2004

Ryð hreinsun

Fékk kassa af varahlutum á föstudaginn. Var rukkuaður um alltof mikið í aðfluttningsgjöld, og til að toppa það þá vantaði eina öxulhosuna. Klemmurnar og feitin var í kassanum, en engin hosa. Vona að eEuroparts.com kippi því í liðinn án þess að vera með neitt vesen. Á reyndar ekki von á öðru, enda hafa þeir reynst mér vel.

Áður en partarnir fara undir bílinn þá ákvað ég að ryðhreinsa bremsurnar og fylgihlutina og klína svo hammerite á allt saman. Þrátt fyrir að ég sé að setja notaðar bremsur í SAABinn þá er samt engin ástæða til að hafa þær ryðgaðar og ljótar. Þegar hann verður svo kominn saman og í gang ætla ég að skoða að fara betur í útlitsleg smáatriði, svo sem að sandblása og dufthúða bremsurnar. En fyrst er að útvega partana og gera þá nógu góða til að nota fyrst um sinn.

En svo við snúum okkur nú aftur að ryðhreinsuninni sem er efni þessa pósts. Þetta er hið mesta púl. Mun erfiðara en ég hefði geta látið mér detta í hug. "Laust" ryð getur nefninlega verið andskoti fast. Ég eyddi um það bil þrem klukkutímum í að slípa, pússa og höggva, og er ekki enn búinn með svo mikið sem einar bremsur... og á þá ekki nema 7 eftir! (er að taka nýju bremsurnar fyrir 900 í leiðinni). Það er því útlit fyrir að ég eigi eftir að eyða næstu eftirmiðdögum hluinn bak við rykgrímu með hamarinn á lofti og sporjárnið í stálinu.

Tuesday, September 21, 2004

Loksins eitthvað að gerast

Eftir langa mæðu er loksins komin hreyfing á mann aftur. Pantaði slatta af nýju dóti í 99una um helgina og fæ þetta vonandi öðruhvoru megin við næstu helgi. Þetta á annars eftir að fara frekar rólega af stað hjá mér held ég. 900 bílinn þarf en smá vinnu áður en ég verð sáttur við hann. Það gengur ekki að þurfa alltaf að klöngrast yfir farþegasætið til að komast inn í hann. Vonandi dugir að skipta um ramman framan á honum til að laga það. Hef líka grun um að mótorpúðinn að framan sé orðinn laus. Þannig að helgin fer sennilega í að redda varahlutum og laga þetta. Eftir það ætti samt að gefst tími til að koma fjöðruninni á 99unni í gott lag. Eins og áður hefur komið fram þá er ég búinn að víxla frambremsunum milli 99unnar og partasaabsins, og á þá bara eftir afturhásinguna. En hún kemur þegar ég set 88+ hásinguna í 900 bílinn. Meira síðar.