Tuesday, September 21, 2004

Loksins eitthvað að gerast

Eftir langa mæðu er loksins komin hreyfing á mann aftur. Pantaði slatta af nýju dóti í 99una um helgina og fæ þetta vonandi öðruhvoru megin við næstu helgi. Þetta á annars eftir að fara frekar rólega af stað hjá mér held ég. 900 bílinn þarf en smá vinnu áður en ég verð sáttur við hann. Það gengur ekki að þurfa alltaf að klöngrast yfir farþegasætið til að komast inn í hann. Vonandi dugir að skipta um ramman framan á honum til að laga það. Hef líka grun um að mótorpúðinn að framan sé orðinn laus. Þannig að helgin fer sennilega í að redda varahlutum og laga þetta. Eftir það ætti samt að gefst tími til að koma fjöðruninni á 99unni í gott lag. Eins og áður hefur komið fram þá er ég búinn að víxla frambremsunum milli 99unnar og partasaabsins, og á þá bara eftir afturhásinguna. En hún kemur þegar ég set 88+ hásinguna í 900 bílinn. Meira síðar.

No comments: