Monday, November 29, 2004

Teppi

Þrátt fyrir að ég hafi hreinsað sætin í 99unni þá er ennþá ólykt í henni. Ég tók því sætin úr henni og fór með upp í íbúð til að þrífa betur (t.d. undir þeim). Því næst losaði ég teppin úr henni og ætla ég að kaupa ný í hana á eftir. Þau sem voru í eru reyndar ónotuð, en þau eru bæði illa lyktandi og ekki nógu vel út skorin til að ég geti verið ánægður með þau. Auk þess sem ný teppi kosta ekki það mikið. Auk þess hefði ég hvort sem er þurft að losa upp á þeim til að leggja aðra bensínsslöngu aftur í tank (engin tilbaka slanga í blöndungsbílum).

Undir teppinu komu í ljós gúmmímottur sem væntanlega eru til að taka við bleitu sem óhjákvæmilega berst inn í bílinn í daglegri notkun. Ég veit nú ekki hversu mikið gagn er í þeim, en ég held ég leifi þeim nú samt að vera áfram. Þær fóru líka upp í íbúð í þrif, enda verulega ógeðslegar. Hræðilega lyktandi og rykugar. Þegar gúmmímotturnar voru komnar úr, kom í ljós að fyrri eigandi var ekkert að plata mig þegar hann sagðist hafa spraut að allan Saabinn. Hann hefur meira að segja sprautað tjörumotturnar á gólfinu :oD. Hann hefur svo í vandvirkni sinni smurt einhverri ryðvörn á gólfið og sett þunnt plast yfir. Þetta fynst mér nú vera einum of mikið af því góða og ætlaði ég að þrífa hana af, enda er hún öll klístrug og ógeðsleg. En eftir nokkarar tilraunir með missterkum hreynsiefnum hef ég komist að þeirri niðurstöðu að það væri sjálfsagt alveg skaðlaust að hafa hana áfram í bílnum. Allavega skaðlausara en hreynsiefnin sem þyrfti til að ná henni úr.

Ferðinni er því heitið í bílasmiðinn upp á höfða núna eftir vinnu að kaupa hljóðeinangrun og teppi og hugsanlega jafnvel eitthvað til að klæða toppinn á píunni (hann er jafn illa lyktandi og restin af bílnum auk þess sem hann er allur kámugur eftir þessi 13 ár sem hann þó fékk að vera á götunni).

2 comments:

kuttson said...

Djöfull verður hún rosa flott með AIRFLOW kittinu....:)

Kjarri said...

wicked! gaman að heyra svona tíðindi af framgangi mála :)