Sunday, November 14, 2004

Pælingar og ákvarðanir

Frá því að ég eignaðist 99una hef ég alltaf ætlað mér að kaupa á hana svuntu (eða spoiler) eins og kom á túrbó 99unum. Sjálfsagt er erfitt að nálgast þessar svuntur í dag, en þó er hægt að kaupa trefjaplast eftirlíkingu af þeim hjá SAS í bandaríkjunum. Hér er tildæmis ansi lagleg 99a með svona túrbó spoiler:



Birkir lét þó ekki sannfærast um ágæti túrbó spoilera. Hann vildi meina að svona 99ur væru (eins og aðrir Saabar) miklu flottari með Airflow spoilerum. Það var því ekki um annað að ræða en að leggjast í rannsóknavinnu. Ég hóf rannsóknina á Saabnet, nánar til tekið á 99 spjallborðinu. Sú leit leiddi mig fljótt yfir á þessa síðu en hér má sjá margar fallegar 99ur. Sumar með Airflow kitti, aðrar með turbo svuntu og sumar jafnvel með heimasmíðuðum kittum. Þar á meðal er þessi gullfallega airflow 99a. Það er að vísu búið að lækka hana alltof mikið fyrir minn smekk, auk þess sem hún er á of litlum dekkjum. Felgurnar eru samt flottar, enda samskonar og verða undir minni :)



Það var þessi mynd held ég sem átti mestan þátt í því að ég er núna kominn á band með Birki og er það því alveg ljóst að ég þarf að fá mér svona airflow kitt. Það er því ekki seinna vænna að fara að hringja í Scandium, en þeir eru víst hættir að framleiða þessi kitt og eru því bara að selja upp lagerinn sinn. Eina spurningin sem þá er eftir er því hvar maður eigi að finna peninga fyrir þessu. Best að fara að þreifa bak við sessurnar í sófanum.

No comments: