Wednesday, December 21, 2005

Keypti aldrei þessa parta af Garðari, lét DI kassettuna bara nægja. Það er líka miklu meira kúl að vera með MegaSquirt og DI. En í millitíðinni er ég búinn að koma gömlu vélinni í gang. Var í vandræðum með að fá bensín úr bensíntanknum. Hélt að bensíndælan væri orðin svona slöpp, en hún reyndist sjúga af feiknakrafti þegar ég skellti slöngu úr henni í hálfslítraflösku af bensíni. Þessi hálfi líter dugði til að halda vélinni í gangi í ca. 2 mínútur og gjörsamlega fylla bílageymsluna af reik, en það er bara kúl. Ég ákvað því að prófa að kaupa svo sem einn brúsa af bensíni hella í tankinn á henni. Í þriðja starti (notaði startvökva á milli starta) náði dælan svo bensíni úr tanknum og vélin datt í þennan fína lausagang. Nú verður sko settur kraftur í að klára helvítis teppið, henda í hana sætunum og fara að sækja númerin. Spurning um að koma henni á götuna fyrir áramót? Jú það verður tekinn rúntur á SAAB 99 GL á gamlársdag, og það sem meira er, ég skora á Birki að gera það sama við sinn! SAAB rúntur á gamlársdag!

Tuesday, May 17, 2005

Alltaf þegar maður er kominn með gott plan þá rekst maður á eitthvað nýtt sem væri vert að skoða. Birkir bennti mér á þennan forláta 9000 CD sem væri hjá Garðari í Bílastáli. Ég fór reyndar þangað fyrst og fremst til að kaupa af honum spoilerinn og di kasettuna. Spoilerinn var reyndar seldur en kasettuna fékk ég. En svo fór ég að pæla. Afhverju ekki að taka allt rafkerfið úr bílnum, og túrbínuna og intercoolerinn að auki (þetta er sem sagt 2,0 túrbó með di og öllu) og nota það bara beint á 99 vélina (og þá að sjálfsögðu með 9:1 stimplum). Garðar vill fá þrjátíuþúsund fyrir allt saman sem er ekki slæmur díll þegar maður ber það saman við að MegaSquirtII kostar sjálfsagt svipað mikið hingað komið, og þá er eftir að kaupa túrbínu og intercooler. Reyndar veit ég ekkert í hvaða ásigkomulagi þessi túrbína er, en svoleiðis er það bara þegar maður kaupir notaða parta. Þessu er ég allavegana að velta fyrir mér í augnablikinu. Þannig yrði ég fljótari að koma bílnum á götuna, og slippi alveg við að mappa innspítinguna og svoleiðis. Ekkert athugavert við það heldur að vera með 16 ventla túrbó 99 með DI.

Því meira sem ég skrifa um þetta því betur líst mér á að kíla bara á þetta. Já ég held að ég stökkvi bara til (nema einhver komi með sannfærandi rök gegn þessu í millitíðinni). Verð bara að vera þess mun duglegri að við að græja Tanngnjóst (megasquirt'nSpark-Extra, pc og fleira gógæti).

Monday, March 21, 2005

Loksins eitthvað að gerast!

Þá er maður loksins kominn alminnilega af stað aftur. Svo ég byrji á að halda áfram þar sem síðasta pósti lauk, þá er ég búinn leggja bensínslöngu og rafmagnskapla í gólfið á 99unni, en á eftir að leggja teppið. En nóg um það. Helgin hefur farið í að rífa 9000 vélina og þrífa og gera fínt. Þetta hefur gengið nokkuð vel, en það er þó enn nokkuð verk fyrir höndum. Það verður þó sennilega að bíða fram yfir páska að byrja að setja saman, þar sem Birkir hertekur allt vinnuplássið hjá Nóna. Að vísu hefur verið svo rífandi gangur í þessu hjá honum síðustu daga, að maður veit aldrei nema maður fari að komast að. ;)

Ég er búinn að taka slatta af myndum og ef ég ræð einhverntíman fram úr þessum vandræðum sem ég hef verið með Apache þá má búast við því að ég hendi upp flottu myndaalbúmi. Þanngað til verðið þið bara að skoða annara manna albúm, t.d. fínu 99una hans Ragnars.