Wednesday, December 21, 2005

Keypti aldrei þessa parta af Garðari, lét DI kassettuna bara nægja. Það er líka miklu meira kúl að vera með MegaSquirt og DI. En í millitíðinni er ég búinn að koma gömlu vélinni í gang. Var í vandræðum með að fá bensín úr bensíntanknum. Hélt að bensíndælan væri orðin svona slöpp, en hún reyndist sjúga af feiknakrafti þegar ég skellti slöngu úr henni í hálfslítraflösku af bensíni. Þessi hálfi líter dugði til að halda vélinni í gangi í ca. 2 mínútur og gjörsamlega fylla bílageymsluna af reik, en það er bara kúl. Ég ákvað því að prófa að kaupa svo sem einn brúsa af bensíni hella í tankinn á henni. Í þriðja starti (notaði startvökva á milli starta) náði dælan svo bensíni úr tanknum og vélin datt í þennan fína lausagang. Nú verður sko settur kraftur í að klára helvítis teppið, henda í hana sætunum og fara að sækja númerin. Spurning um að koma henni á götuna fyrir áramót? Jú það verður tekinn rúntur á SAAB 99 GL á gamlársdag, og það sem meira er, ég skora á Birki að gera það sama við sinn! SAAB rúntur á gamlársdag!

2 comments:

Jon said...

Ég kem með......!!!! Keyrandi eða sitjandi í með þér.

Líst annars vel á að taka sig saman þeir sem vilja og rúnta til að kveðja gott SAABár.


Kv. Nóni

Anonymous said...

Djöfull væri það fínn endir á góðu SAAB ári!!! Reynum að gera þetta.

Birkir