Tuesday, May 17, 2005

Alltaf þegar maður er kominn með gott plan þá rekst maður á eitthvað nýtt sem væri vert að skoða. Birkir bennti mér á þennan forláta 9000 CD sem væri hjá Garðari í Bílastáli. Ég fór reyndar þangað fyrst og fremst til að kaupa af honum spoilerinn og di kasettuna. Spoilerinn var reyndar seldur en kasettuna fékk ég. En svo fór ég að pæla. Afhverju ekki að taka allt rafkerfið úr bílnum, og túrbínuna og intercoolerinn að auki (þetta er sem sagt 2,0 túrbó með di og öllu) og nota það bara beint á 99 vélina (og þá að sjálfsögðu með 9:1 stimplum). Garðar vill fá þrjátíuþúsund fyrir allt saman sem er ekki slæmur díll þegar maður ber það saman við að MegaSquirtII kostar sjálfsagt svipað mikið hingað komið, og þá er eftir að kaupa túrbínu og intercooler. Reyndar veit ég ekkert í hvaða ásigkomulagi þessi túrbína er, en svoleiðis er það bara þegar maður kaupir notaða parta. Þessu er ég allavegana að velta fyrir mér í augnablikinu. Þannig yrði ég fljótari að koma bílnum á götuna, og slippi alveg við að mappa innspítinguna og svoleiðis. Ekkert athugavert við það heldur að vera með 16 ventla túrbó 99 með DI.

Því meira sem ég skrifa um þetta því betur líst mér á að kíla bara á þetta. Já ég held að ég stökkvi bara til (nema einhver komi með sannfærandi rök gegn þessu í millitíðinni). Verð bara að vera þess mun duglegri að við að græja Tanngnjóst (megasquirt'nSpark-Extra, pc og fleira gógæti).

1 comment:

Jon said...

Baaaaaaa.....ég meina, er ekkert að gerast?

Kv. Nóni