Monday, September 24, 2007

Löngu síðar

Eftir margra mánaða hlé er boltinn loksins farinn að rúlla aftur. Ég tók smá skurk í teppinu um daginn, svona rétt til að kynnast 99unni aftur. Það rifjaðist fljótlega upp fyrir mér að ég var búinn að sjá út að ég þyrfti að kaupa meira teppi til að geta klárað þetta. Fór svo upp í Bílasmið og komst þá að því að þetta teppi fæst ekki lengur hjá þeim. Það er því ekki um annað að ræða en að nota öðruvísi teppi í restina. Það verður að koma í ljós hvernig það kemur út.

Dreif mig svo í að græja nýja öxla, en ég hafði verið í vandræðum með að finna samsetningu sem virkaði. Eftir að hafa fengið öxla hjá Birki, gekk þetta eins og í sögu. Núna er SAABinn því komin aftur á hjólin með nýjar spindilkúlur og stýrisenda og öxla sem virka.

Reif niður headlinerinn áðan, en hann er það síðasta sem verður skipt um innan í bílnum. Vona að það dugi til að endanlega reka myglulyktina á brott. Keypti smá headliner efni til prufu í Bílasmiðnum og ætla að prófa að klæða hliðareiningarnar með því (þetta eru plöturnar sem eru fyrir ofan hilluna milli afturrúðunnar og sætisbaksins).

Myndir bráðum

1 comment:

Anonymous said...

Vá ég get ekki bedid eftir myndunum!

Líney