Í dag á að nota góða veðrið til að skipta um bremsur. Er búinn að rífa þær úr partaSAABinum hægramegin að framan. PartaSAABinn er SAAB 90 sem við Birkir keyptum um daginn. Hann er þessi í miðjunni, á flottu þriggjaarmafelgunum (sem voru einmitt ein af ástæðunum fyrir því að við keyptum hann á annaðborð).
Nú er að fara að taka gömlu bremsurnar úr 99unni og setja 90 bremsurnar í. Svo verð ég að setja 99 bremsurnar í partaSAABinn svo að hægt verði að draga hann í burtu. Eina sem ég er soldið hræddur um er að allir boltarnir í 99unni séu fastir. Enda er hún svo lítið ekin að það eru allar líkur til að þetta hafi aldrei verið tekið í sundur.
Friday, August 27, 2004
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment