Friday, August 27, 2004

Operation: Nýjar bermsur, part II

Þetta er erfiðara en ég hélt. Eftir mikið streð er ég loksins búinn að ná bremsunum úr 99unni, hægramegin að framan. Spindilkúluboltarnir komu mér mikið á óvart og runnu úr eins og þeir hafi verið að bíða eftir því að losna. Sama má segja um róna (rónna?) á stýrisendanum. Stýrisendinn sjálfur var aftur á móti grjótfastur, og það sama má segja um handbremsubarkann. Hann sat pikkfastur þar sem hann kemur í gegnum bremsurnar. Þurfti mikið að berja og sprauta WD-40 og hita með bútan loga áður en mér tókst að berja þetta úr. Nú er bara eftir að tylla 90 bremsunum í 99una og öfugt. Ég þarf svo að versla nýjar spindilkúlur, stýrisenda og bremsuslöngur áður en ég geng endanlega frá þessu. Já og líka öxulhosur. Best að skipta um þær fyrst maður er með þetta allt í sundur á annað borð.

No comments: